Allir með
tölum saman um skólamenningu á Íslandi

SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu munu standa fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra, núna á starfsárinu 2017-18. Fjallað verður um það sem einkennir skóla- og frístundastarf á Íslandi, samstarf foreldra og skóla og virkt fjöltyngi barna. Haldin verða 10 málþing á helstu tungumálunum. Erindin verða öll haldin á íslensku og alltaf túlkuð. Þannig gefst áhugasömum íslenskum foreldrum einnig kostur á þátttöku. Markmiðið með málþingunum er að fræða foreldra og skapa vettvang til að tala saman um skólamenningu á Íslandi og áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á nám og vellíðan barna sinna.

Málþingin verða haldin ýmist á laugardögum og sunnudögum í Hólabrekkuskóla, Fellaskóla, Álfhólsskóla og hjá Stofnun múslima á Íslandi á meðan móðurmálskennsla tví- og fjöltyngdra barna fer fram. Málþingin verða 2,5 tími að lengd.

Allir skólaforeldrar á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir, ókeypis aðgangur.

Plakat – yfirlit yfir dagskrána 2017-18 má nálgast hér: Allir með – Plakat með dagskrá

 

Laugardaginn 4. nóvember kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir spænskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: Todos juntos. Hablemos del sistema escolar islandés

Hér eru auglýsingar fyrir viðburðinn: á spænsku og á íslensku

Laugardaginn 18. nóvember kl. kl. 9.30 – 12.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir pólskumælandi foreldra
Plakat á pólsku, á íslensku, – slóð á FBviðburð fyrir pólska málþingið WSZYSCY RAZEM

Laugardaginn 20. janúar kl. 12.30 – 15.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir litháískumælandi foreldra
Plakat á litháísku, á íslensku, slóð á FBviðburð fyrir litháíska málþingið VISI KARTU

Laugardaginn 27. janúar kl. kl. 12.00 – 14.30 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir filippseyskumælandi foreldra
Plakat á filippseysku, á íslensku, slóð á FBviðburð fyrir filippseyska málþingið SAMA-SAMA TAYO

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla
Málþing fyrir víetnömskumælandi foreldra
Plakat á víetnömsku, á íslensku, – slóð á FB viðburð málþing fyrir víetnamska málþingið tất cả cùng nhau

Laugardaginn 24. febrúar kl. kl. 10.30 – 13.00 á Leikskólanum Ösp
Málþing fyrir rússneskumælandi foreldrara / úkraínskumælandi foreldra
Plakat á rússnesku, á íslensku, – slóð á FB viðburð málþing fyrir rússneska málþingið Все вместе

Sunnudaginn 4. mars kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla
Málþing fyrir tælenskumælandi foreldra
Plakat á tælensku, á íslensku, – slóð á FB viðburð málþing fyrir tælenska málþingið

Laugardaginn 17. mars kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir portúgölskumælandi foreldra
Plakat á portúgölsku, á íslensku, – slóð á FBviðburð fyrir portúgalska málþingið TODOS JUNTOS

Laugardaginn 7. apríl kl. kl. 15.00 – 17.30 í Skógarhlíð 20
Málþing fyrir arabískumælandi foreldra
Plakat á arabísku, á íslensku, – slóð á FBviðburð fyrir arabíska málþingið الجميع معا

Laugardaginn 14. apríl kl. kl. 10.30 – 13.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir enskumælandi foreldra
Plakat á ensku, á íslensku, – slóð á FBviðburð fyrir enska málþingið COME ALONG